föstudagur, ágúst 18, 2006

Uss af hverju að blogga ef maður á síma;)

Er búin á blogg rúntinum mínum í dag og mér finnst alltaf jafn gaman að lesa blogg frá fólki sem ég þekkti hér í den. Öll bloggin sem ég hef lesið í dag fjölluðu um hvað hún eða hann ætlaði að djamma feitt um helgina og þessi og hin skemmtistaðurinn sé málið.

Í blogginu mínu í dag ætla ég að fjalla um helgar væntingar mínar
í kvöld er kósýkvöld hjá okkur og strákunum þá höfum við matinn snemma og bökum pizzu eða grillum hamborgara og síðan fá strákarnir að velja sér videó til að horfa á og við smellum okkur undir teppi og horfum saman á bíó(þessa daganna er Lion king aðalmálið sem er fínt var komin með uppí háls af köttinum með höttinn) hugsanlega verður poppað og dreypt á djúsi. á laugardaginn er stefnan tekin upp á bókasafn að skila bókum og taka nýjar, kíkja aðeins niðrií bæ og ná í myndirnar til ljósmyndarans. annað er óráðið enn ég býst við því að við sleppum bænum því að strákarnir eru mjög hræddir við flugelda
Sunnudagurinn verður tekin í afslöppun hugsanlega kíkjum við í heimsókn til ættingja.
Þetta er helgin mín í hnotskurn ef einhver hefur einhverja uppástungu má hann koma með hana í kommentunum

2 Comments:

Blogger pepsimax said...

já heimsækja mig!!!!!!!!!!!! skal gefa strákunum nammi og kannski þér líka ;) hehe

5:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heehee og ég hélt ég væri ein í rólegheitunum á Menningarnótt!

12:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home