laugardagur, ágúst 26, 2006

Þetta er funký

Spurning dagsins er:
Hvernig bregst maður við óvæntum aðstæðum
Eins og núna er talvan mín klikkuð og vill ekki leyfa mér að nota lyklaborðið . Hvernig bregst ég við því .. ég fer í heimsókn og fæ að fara í tölvuna aðeins að kíkja;)
Þegar ég var nýorðin 17 ára þá komst ég að því að ég var ólétt. Hvernig brást ég við.... Ég á tæplega Fimm ára gamalt barn.
Þegar ég var 18 ára þá veiktist barnið mitt allsvakalega . Hvernig brást ég við... Ég skrifaði undir blöð þess efnis að annað fólk mætti skera í barnið mitt til að bjarga því frá dauða
Þegar ég var 19 ára varð ég vitni að því í vinnunni sem ég vann í að starfsmaður var ekki að vinna vinnuna sína Hvernig brást ég við..... Ég talaði við yfirmenn mína og var í kjölfarið sökuð um einelti á vinnustað
Þegar ég var 19 ára þá komst ég að því að ég var ólétt.... Hvernig brást ég við... Ég á tæplega 3 ára gamalt barn
Þegar ég var 20,21,22 og 23 þá er ég fyrst og fremst mamma. Ég á tvo strákaláka sem eru það besta sem ég á. ég á æðislegan eiginmann og góðar vinkonur..
Ég er öll í þessum pælingum þessa daganna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home