laugardagur, ágúst 26, 2006

Þetta er funký

Spurning dagsins er:
Hvernig bregst maður við óvæntum aðstæðum
Eins og núna er talvan mín klikkuð og vill ekki leyfa mér að nota lyklaborðið . Hvernig bregst ég við því .. ég fer í heimsókn og fæ að fara í tölvuna aðeins að kíkja;)
Þegar ég var nýorðin 17 ára þá komst ég að því að ég var ólétt. Hvernig brást ég við.... Ég á tæplega Fimm ára gamalt barn.
Þegar ég var 18 ára þá veiktist barnið mitt allsvakalega . Hvernig brást ég við... Ég skrifaði undir blöð þess efnis að annað fólk mætti skera í barnið mitt til að bjarga því frá dauða
Þegar ég var 19 ára varð ég vitni að því í vinnunni sem ég vann í að starfsmaður var ekki að vinna vinnuna sína Hvernig brást ég við..... Ég talaði við yfirmenn mína og var í kjölfarið sökuð um einelti á vinnustað
Þegar ég var 19 ára þá komst ég að því að ég var ólétt.... Hvernig brást ég við... Ég á tæplega 3 ára gamalt barn
Þegar ég var 20,21,22 og 23 þá er ég fyrst og fremst mamma. Ég á tvo strákaláka sem eru það besta sem ég á. ég á æðislegan eiginmann og góðar vinkonur..
Ég er öll í þessum pælingum þessa daganna.

laugardagur, ágúst 19, 2006

hmmm

allt er nú til.... á barnalandsrúntinum mínum fann ég þetta http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=4598764&advtype=1&page=1 í auglýsingunum. Nú er ég greinilega ekki nógu vel að mér í brjóstagjöf, enn ég vissi ekki að þetta væri til..... greyið ég;)

Yngri sonur minn er á þessu skemmtilega "hættameðbleiuskeiði", jamm skemmtilegt. Honum finnst hann vera svo töff í nærbrók. Verst að hann er of stuttur til að standa við klósettið eins og hinir kallarnir í fjölskyldunni þegar hann þarf að pissa. Honum finnst það ekki töff.
Þessi ungi maður hefur mjög sterkar skoðanir t.d. ef honum finnst eitthvað vont á bragðið þá er það náttúrlega viðbjóður sem á ekki að bjóða fólki,
Hann er mjög stríðinn og t.d.ef að bróðir hans er eitthvað að skæla þá heyrist í litla manninum "uhuhu uhuhu" hermikráka:)
honum finnst líka mjög gaman að hrekkja mömmu sína. Í gær þegar við vorum búin að labba heim af leikskólanum,þá tók við barnatími í sjónvarpinu og mamman ákvað að leggjast út af í sófanum og dottaði aðeins samt heyrði í barnatímanum og í þeim ... Enn allt í einu hrökk mamman upp því það var eins og eitthvað væri að skríða á maganum hennar... hvað haldiði, þá hafði unga manninum leiðst og tekið rúsínubox og dundað sér við að raða þeim inn magann á mömmu sinni. Þegar mamman stóð upp þá hrundu rúsínur í allar áttir og gamla ákvað að skella sér í sturtu.

Ekki stríða... Ekki meiða... Ekki taka af honum.. þetta eru setningar sem ég segi ansi oft yfir daginn....

föstudagur, ágúst 18, 2006

Uss af hverju að blogga ef maður á síma;)

Er búin á blogg rúntinum mínum í dag og mér finnst alltaf jafn gaman að lesa blogg frá fólki sem ég þekkti hér í den. Öll bloggin sem ég hef lesið í dag fjölluðu um hvað hún eða hann ætlaði að djamma feitt um helgina og þessi og hin skemmtistaðurinn sé málið.

Í blogginu mínu í dag ætla ég að fjalla um helgar væntingar mínar
í kvöld er kósýkvöld hjá okkur og strákunum þá höfum við matinn snemma og bökum pizzu eða grillum hamborgara og síðan fá strákarnir að velja sér videó til að horfa á og við smellum okkur undir teppi og horfum saman á bíó(þessa daganna er Lion king aðalmálið sem er fínt var komin með uppí háls af köttinum með höttinn) hugsanlega verður poppað og dreypt á djúsi. á laugardaginn er stefnan tekin upp á bókasafn að skila bókum og taka nýjar, kíkja aðeins niðrií bæ og ná í myndirnar til ljósmyndarans. annað er óráðið enn ég býst við því að við sleppum bænum því að strákarnir eru mjög hræddir við flugelda
Sunnudagurinn verður tekin í afslöppun hugsanlega kíkjum við í heimsókn til ættingja.
Þetta er helgin mín í hnotskurn ef einhver hefur einhverja uppástungu má hann koma með hana í kommentunum

get ekki sofnað:(

stolið af síðunni hennar Brynhildar;)
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Hlíf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

jæja prófum þetta

Í fyrsta skipti í blogg heimum .............. Inga
.. klapp.. klapp. klapp.
Ætla að prófa sjá hvað ég held lengi út;)