sunnudagur, september 17, 2006

smásaga um litla drenginn

Þegar lítill drengur verður fimm ára þá gerast undur og stórmerki. Hann fær að halda veislu fyrir vini sína á leikskólanum , í það afmæli voru boðnir í kringum 15 fimm ára börnum og mamma fimm ára drengsins sá um það nokkrum kvöldum fyrir daginn stóra að hringja út afmælisboð og tala við fjórtán foreldra sem allir tóku vel í að leyfa börnunum sínum að koma í afmælið hjá fimm ára drengnum. Þegar kom að stóra deginum voru mamman og pabbin búin að gera ráðstafanir þannig að 15 fimm ára börn gætu setið við borð og borðað, búið var að panta pizzur og kökur og búið var að kaupa batman hatta,flautur,dúka, diska ,glös og fleira sem allir vita að er nauðsynlegt að hafa í fimm ára strákaafmælum. Klukkan sló 13:00 og í heildinna mættu 8 börn í veisluna. 8 af 15 og enginn hringdi. Ég sem fullorðin manneskja skil það alveg að það verði afföll, enn það er kurteisi að hringja og láta vita...

sunnudagur, september 03, 2006

3 september 2001 (16 dagur framm yfir)

Þann 3 september 2001 var ég mjög langt niðri ég fór um morgnunin upp á miðstöð mæðraverndar þar sem planið var að fara upp á lansa í framköllun á fæðingu enn nei þegar við komum þangað þá var ljósan okkar (3 eða 4 ljósan í því ferli) búin að gleyma öllu sem hún hafi talað um og ég mátti gjöra svo vel að bíða bara lengur
Djöfull var ég fúl... við kallinn eyddum deginum í göngutúrum og reyndum allt til að koma þessum litla þrjóskupúka út enn nei kellan mátti bíða í tvo daga í viðbót áður enn kom að þessu og þá kom það ekki einu sinn,,,i fór í mat og mælingu upp á deild og hálftíma seinna var byrjað að skera og stór strákur var fæddur.....
Stóri strákurinn minn er að verða fimm ára vá hvað tíminn er fljótur að líða