smásaga um litla drenginn
Þegar lítill drengur verður fimm ára þá gerast undur og stórmerki. Hann fær að halda veislu fyrir vini sína á leikskólanum , í það afmæli voru boðnir í kringum 15 fimm ára börnum og mamma fimm ára drengsins sá um það nokkrum kvöldum fyrir daginn stóra að hringja út afmælisboð og tala við fjórtán foreldra sem allir tóku vel í að leyfa börnunum sínum að koma í afmælið hjá fimm ára drengnum. Þegar kom að stóra deginum voru mamman og pabbin búin að gera ráðstafanir þannig að 15 fimm ára börn gætu setið við borð og borðað, búið var að panta pizzur og kökur og búið var að kaupa batman hatta,flautur,dúka, diska ,glös og fleira sem allir vita að er nauðsynlegt að hafa í fimm ára strákaafmælum. Klukkan sló 13:00 og í heildinna mættu 8 börn í veisluna. 8 af 15 og enginn hringdi. Ég sem fullorðin manneskja skil það alveg að það verði afföll, enn það er kurteisi að hringja og láta vita...
3 Comments:
Oh þetta er svo mikið bögg. Hef lent í svona með afmælið hans Tryggva, þá aðalega í fjölskylduboðinu. Þoli það sko ekki
Eins símaglatt fólk og við íslendingar erum, þá ætti ekki að vera vandamál að afboða sig eða börnin í afmæli...
Finnst þetta ótrúlega leim af fólki...
Lame hjá þessum kerlingum. :/
Skrifa ummæli
<< Home